Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (2024)

Sú var tíðin, fyrir ekki svo mörgum árum, að Sauvignon Blanc var helsta tískuþrúgan þegar hvítvín var annars vegar. Hin þægilegu Chardonnay-vín eiga sinn fasta kaupendahóp og svo hafa létt og fersk vín úr Riesling og Gewürztraminer verið með söluhæstu hvítvínunum í Vínbúðunum hérlendis um nokkurt skeið. Hin seinni ár hefur landinn hins vegar í æ ríkari mæli sótt í hvítvín sem gerð eru úr Pinot Grigio. Eða var það Pinot Gris? Nema hvorttveggja sé, kannski? Eru þetta tvö nöfn á sömu þrúgunni? Og ef ekki, hver er þá munurinn?

Gott og vel, reynum að flækja þetta ekki um of. Pinot Grigio og Pinot Gris eru í raun og sann sama þrúgan. Vínin sem framleidd eru úr þessum þrúgum koma því af sömu þrúgunni. Grigio er ítalska og merkir “grár”, Gris er franska og þýðir það sama. Pinot Grigio-vínin koma upprunalega frá Norð-Austur hluta Ítalíu á meðan Pinot Gris eiga rætur að rekja til héraðsins Alsace í Frakklandi. Sumsé tæknilega sami hluturinn, en hér þarf samt að staldra við. Pinot Grigio, ítalska afbrigðið, gefur af sér vín sem eru jafnan létt, fersk, tærlituð, frekar sýrumikil og hressandi á bragðið, stundum með ávæning af melónum eða ferskjum. Dæmigerður franskur Pinot Gris er bragðmeiri, yfirleitt í sætari kantinum, og skartar áberandi keim af hitabeltisávöxtum, jafnvel með möndlukeim eða hunangsnótum. Þegar framleiðendur utan Frakklands og Ítalíu búa til vín úr þrúgunni þá notast þeir oftast við það nafn sem lýsir þeirra víni betur; Pinot Grigio ef vínið er frísklegt, sýruríkt og skarpt – Pinot Gris ef það er rúnað, sætt og margslungið.

Eins og ráða má af framangreindum einkennum hvors víns um sig þá hafa þau að mörgu leyti mismunandi paranir við mat. Pinot Grigio hefur einfaldara bragð og pörunin því heldur afmarkaðri en í tilfelli Pinot Gris. Engu að síður passar Pinot Grigio með margs konar mat og má þar helst nefna léttgrillaðan fisk, sjávarrétta-risotto, kjúkling, sushi og í raun sjávarfang af flestu tagi svo fremi sem rétturinn felur ekki í sér svæsnar kryddblöndur, verulega djúsí rjómasósur, mikla grillun – þið sjáið mynstrið. Pinot Grigio eru allajafna létt hvítvín og það er góð regla að para léttan mat saman við það.

Það er ekki ofsagt að hvítvín merkt þrúgunni Pinot Gris séu ein allra fjölhæfustu matvín sem á annað borð fyrirfinnast. Það er nánast ógerningur að finna mat sem ekki passar með þessu! BBQ-matur? Tékk. Grillað grænmeti? Tékk. Svínakjöt? Algerlega. Svona mætti lengi halda áfram, gegnum allskonar kjúklingarétti (sérstaklega sítrónukjúkling, maður lifandi), sjávarfang eins og það leggur sig og flest annað sem nöfnum tjáir að nefna. Snarl og forréttir sem erfitt getur verið að finna rétta vínið með, eins og snittur með rjómaosti og reyktum laxi, eða þá grillaður aspas með sjávarsalti, allt fellur þetta eins og flís við rass við glas af Pinot Gris. Gott Pinot Gris passar meira að segja með sveittri pulled-pork samloku, þó hún sé líka með chili-mayonnaise. Næst þegar þið setjist niður með skammt af góðum frönskum kartöflum skuluð þið prófa að fá ykkur glas af Pinot Gris með. Þið verðið hissa.

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (1)

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (2)

stilllife 081

Passar vel með: Sushi, grænmetisréttum og smáréttum.

Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Pera, epli.

Víngarðurinn Vín og fleira segir;

Þessi Pinot Grigio kemur frá Norður-Ítalíu, nánar tiltekið innan þess svæðis sem við þekkjum sem Veneto (svæðið frá Garda-vatninu að Feneyjum), en þar sem Pinot Grigio er ekki leyfð í Veneto-vín verður að skilgreina þetta vín sem IGT Delle Venezia. Sem breytir í sjálfu sér afar litlu fyrir okkur neytendur. Það hefur strágulan lit með grænni slikju og meðalopna angan sem er bæði fersk og ungleg. Þarna eru perur, sætir sítrustónar, hv…ít blóm, nektarína og feitlagnir vax-tónar. Það er meðalbragðmikið með góða sýru og fremur einfaldan ávöxt og lengdin er ekkert til að hrópa húrra fyrir þótt það sé bara ágætt meðan það staldrar við. Það má finna í því peru, sítrusávexti, nektarínu og einhverja mjólkurfitu. Vel gert en ekkert gríðarlega persónulegt hvítvín sem er ágætt eitt og sér en er líka fínt með ýmsum forréttum, léttum fiskréttum, ljósu pasta og svoleiðis. Svona vín verða að vera eins ung og hægt er og ekki láta ykkur dreyma um að velja vín sem er orðið meira en 3 ára gamalt. Verð kr. 1.799.- Góð kaup.

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (3)

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (4)

Passar vel með: Fisk, kjúkling og austurlenskum mat.

Lýsing: Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, sætuvottur, fersk sýra. Hunangsmelóna, pera.

Vinotek segir;

Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. Þetta er ferskt og þægilegt hvítvín úr þrúgunni Pinot Gris, sem margir þekkja undir ítalska heitinu Pinot Grigio. Sítrus, sæt melóna, einfalt, ungt og afskaplega þægilegt, Smá sæta í ávextinum. Flottur fordrykkur eða með hvítum fiski. 2.699 krónur. Mjög góð kaup.

Víngarðurinn Vín og fleira segir;

Ég hef áður skrifað um Riesling Réserve vínið frá Willm 2014 (****) og þetta er eiginlega alveg jafn gott þótt munurinn á Riesling og Pinot Gris sé töluverður. Það hefur gylltan lit með grábleikri slikju og það er augljóst að það hefur seigju í glasinu þegar því er þyrlað. Það er meðalopið með heillandi og búttaðan ilm þar sem greina má hunang, sæta sítrónu, perujógúrt, þrokaða steinaávexti, niðursoðna ávexti og einnig austurlenska tóna eins og lyche og ananas. Þetta er mun sætari og fyllri angan þessi ítölsku Pinot Grigio-vín sem ég er að fjalla líka um í dag.

Í munni er það meðalbragðmikið en jafnframt þykkt, með góða viðloðun og hefur sem betur fer prýðilega sýru til að vinna á móti þessum sætkennda og rúnnaða ávexti. Þarna má finna sæta sítrónu, perur, hunang, niðursoðna ávexti og einnig exótíska ávaxtatóna í bland við rjómakenndar glefsur.

Þessu víni er hægt að tefla með afar fjölbreyttum mat, asískum mat, ljósu kjöti, rjómakenndu pasta, allskonar klístruðum ostum og kæfum (sem er ófínt orð yfir pâté).

Verð kr. 2.699.- Mjög góð kaup.

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (5)

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (6)

Passar vel með: Fisk, kjúkling og grillmat.

Lýsing: Ljóssítrónugrænt. Suðrænn ávöxtur, sítrus, blóm, lichee. Meðalfylling, þurrt, ferskt.

Víngarðurinn Vín og fleira segir;

Þótt Nýja-Sjáland sé þekkt fyrir afar brakandi hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc (ég skrifaði síðast um Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2013 ****) eru einnig gerð þarna fjöldin allur af öðrum gæða-hvítvínum sem upprunin eru af kaldari svæðum Evrópu, einsog td Riesling, Chardonnay og Pinot Gris. Þetta vín sækir einmitt stílinn til Alsace í Frakklandi þótt það sé kannski ekki alveg jafn mjúkt og feitt og það frá Willm. Það hefur ljósan, strágylltan lit með grábleikri slikju og meðalopna, sætkennda angan þar sem finna má hvít blóm, hunang, peru, niðursoðinn ávaxtakokteil, sæta sítrónu, læm og lyche. Í munni er það meðalbragðmikið og þétt með góða sýru og fínustu lengd. Það er holdmikið einsog maður býst við af alsöskum Pinot Gris og inniheldur glefsur af peru, hunangi, sætri sítrónu, niðursoðnum ávöxtum, mjólkurfitu og mandarínum. Afar vel gert og aðgengilegt hvítvín sem fer vel með allskonar mat: asískum, krydduðum mat, ljósu fuglakjöti, feitu pasta, salötum, bökum og ostum.

Pinot Gris og Pinot Grigio: sama þrúgan, sitt hvort vínið - Vínklúbbur (2024)

References

Top Articles
Tomato, Peach, Chèvre, and Herb Salad with Apple Vinaigrette Recipe on Food52
Chocolate Protein Bars | Easy Vegan No-Bake Recipe - Elavegan
M3Gan Showtimes Near Amc Quail Springs Mall 24
Trivago Manhattan
Camping World Of New River
Barstool Sports Gif
Start EN - Casimir Pulaski Foundation
Eso Mud Ball Miscreant
8776685260
Kiwifarms Shadman
Drift Boss 911
3472542504
Nusl Symplicity Login
Cratebrowser
Midlands Tech Beltline Campus Bookstore
Mannat Indian Grocers
Milwaukee Nickname Crossword Clue
Synergy Grand Rapids Public Schools
The Guardian Crossword Answers - solve the daily Crossword
Model Center Jasmin
How a 1928 Pact Actually Tried to Outlaw War
Sugar And Spice Playboy Magazine
Seattle Clipper Vacations Ferry Terminal Amtrak
All Obituaries | Dante Jelks Funeral Home LLC. | Birmingham AL funeral home and cremation Gadsden AL funeral home and cremation
Monahan's By The Cove Charlestown Menu
What happened to Gas Monkey Garage?
Jacksonville Nc Skipthegames
Logisch werving en selectie B.V. zoekt een Supply Chain & Logistics Engineer in Coevorden | LinkedIn
Teddy Torres Machoflix
Handshoe's Flea Market & Salvage Llc Photos
AC Filters | All About Air Filters for AC | HVAC Filters
Age Gabriela Moura's Evolution from Childhood Dreams to TikTok Fame - Essential Tribune
Record Label Behind The Iconic R&B Sound Crossword
Hospice Thrift Store St Pete
10 Best Laptops for FL Studio in 2023 | Technize
Www.playgd.mobi Wallet
Carlynchristy
Champaign County Mugshots 2023
Brooklyn Park City Hall
Whitfield County Jail Inmates P2C
Chloe Dicarlo
Flixtor The Meg
Warranty Killer Performance Reviews
Thoren Bradley Lpsg
Indian River County FL.
Craigslist For Pets For Sale
Jefferey Dahmer Autopsy Photos
Shooters Supply Westport
Blood Types: What to Know
American Medical Response hiring EMT Basic - Bridgeport in Bridgeport, CT | LinkedIn
Lanipopvip
Lottozahlen für LOTTO 6aus49 | LOTTO Bayern
Latest Posts
Article information

Author: Domingo Moore

Last Updated:

Views: 6565

Rating: 4.2 / 5 (53 voted)

Reviews: 92% of readers found this page helpful

Author information

Name: Domingo Moore

Birthday: 1997-05-20

Address: 6485 Kohler Route, Antonioton, VT 77375-0299

Phone: +3213869077934

Job: Sales Analyst

Hobby: Kayaking, Roller skating, Cabaret, Rugby, Homebrewing, Creative writing, amateur radio

Introduction: My name is Domingo Moore, I am a attractive, gorgeous, funny, jolly, spotless, nice, fantastic person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.